Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Ragnhildur endaði í 9. sæti í Ohio
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 10:00

Háskólagolfið: Ragnhildur endaði í 9. sæti í Ohio

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og liðsfélagar hennar í Eastern Kentucky háskólanum enduðu í 2. sæti á Ohio Valley Conference Championship mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 15.-17. apríl.

Ragnhildur lék sjálf vel í mótinu og endaði í 9. sæti í einstaklingskeppninni á 8 höggum yfir pari í heildina.

Ragnhildur lék hringina þrjá á 73, 75 og 76 höggum en par vallarins var 71.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is