Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Ragnhildur í 6. sæti í Ohio
Ragnhildur Kristinsdóttir.
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 08:00

Háskólagolfið: Ragnhildur í 6. sæti í Ohio

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og liðsfélagar hennar í Eastern Kentucky skólanum eru á meðal keppenda á Ohio Valley Conference Championship mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið hófst þann 15. apríl og lýkur í dag, 17. apríl.

Ragnhildur er í toppbaráttunni í einstaklingskeppninni á 4 höggum yfir pari og jöfn í 6. sæti. Hún lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og annan á 3 höggum yfir pari.


Skorkort Ragnhildar á öðrum keppnisdegi.

Lið Ragnhildar, Eastern Kentucky, er í 2. sæti á 9 höggum yfir pari í heildina, 5 höggum á eftir Murray State sem er í forystu fyrir lokahringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is