Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Saga endaði í 39. sæti á Hawkeye El Tigre
Saga Traustadóttir.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 16:00

Háskólagolfið: Saga endaði í 39. sæti á Hawkeye El Tigre

Saga Traustadóttir, GR, og liðsfélagar hennar í Colorado State skólanum enduðu í 9. sæti á Hawkeye El Tigre Invite mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram dagana 21.-23. mars og voru leiknir þrír hringir.

Saga lék á 81, 75 og 74 höggum í mótinu og endaði á 14 höggum yfir pari. Fyrir vikið endaði hún í 39. sæti í einstaklingskeppninni og var á þriðja besta skorinu í sínu liði.

Næsta mót hjá Sögu í háskólagolfinu fer fram dagana 7.-9. apríl næstkomandi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)