Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Saga endaði í 5. sæti í Denver
Saga Traustadóttir (næst lengst til hægri) ásamt liðsfélögum hennar í Colorado State.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 11:54

Háskólagolfið: Saga endaði í 5. sæti í Denver

Afrekskylfingurinn Saga Traustadóttir, GR, endaði í 5. sæti á Ron Moore Women's Intercollegiate sem fór fram dagana 5.-7. október í Denver í Bandaríkjunum.

Saga lék hringina þrjá í mótinu samtals á parinu og varð einungis þremur höggum á eftir liðsfélaga sínum, Ellen Secor, sem fagnaði sigri í einstaklingskeppninni.

Skóli Sögu, Colorado State, vann liðakeppnina í mótinu á 4 höggum undir pari, 11 höggum á undan næsta liði.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)