Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Sigurlaug best í sínu liði
Sigurlaug Rún. Mynd: seth@golf.is
Miðvikudagur 12. september 2018 kl. 11:00

Háskólagolfið: Sigurlaug best í sínu liði

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, og liðsfélagar hennar í Drake University kepptu á Redbird Invitational mótinu dagana 9.-10. september.

Sigurlaug lék best í sínu liði en hún endaði í 14. sæti í einstaklingskeppninni á 11 höggum yfir pari. Eftir 80 högg á fyrsta hring lék Sigurlaug flott golf næstu tvo hringi, 73 högg og 74 högg.

Á heimasíðu Drake talaði þjálfari skólans vel um Sigurlaugu. „Sigurlaug lék aftur stöðugt golf í dag. Eftir skolla á fyrstu holu var hún mjög þolinmóð og fékk 13 pör í röð.“

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)