Fréttir

Háskólagolfið: Sverrir búinn að skrifa undir hjá Appalachian State
Sverrir Haraldsson hér fyrir miðri mynd.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 23:03

Háskólagolfið: Sverrir búinn að skrifa undir hjá Appalachian State

Einn efnilegasti kylfingur landsins, Sverrir Haraldsson GM, skrifaði á dögunum undir hjá Appalachian State háskólanum sem er í Norður-Karólínu.

Sverrir bætist því í stóran hóp íslenskra kylfinga sem leika í bandaríska háskólagolfinu en hann mun spila við bestu með skólanum næstu fjögur ár.

Skólinn sem Sverrir mun spila fyrir er í efstu deild í Bandaríkjunum og endaði í topp-3 í þremur af síðustu fjórum mótum haustsins.

Sverrir varð stigameistari í sumar í flokki 19-21 árs á Íslandsbankamótaröðinni og varð þar að auki í 27. sæti á stigalistanum á Mótaröð þeirra bestu.

View this post on Instagram

Appalachian State University🇺🇸✍️

A post shared by Sverrir Haraldsson (@sverrirharalds) on