Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Tumi Kúld endaði í 10. sæti á The Invitational
Tumi Hrafn Kúld.
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 13:33

Háskólagolfið: Tumi Kúld endaði í 10. sæti á The Invitational

Tumi Hrafn Kúld, GA, náði frábærum árangri um helgina á fyrsta móti tímabilsins í háskólagolfinu, The Invitational mótinu, sem fór fram á Ocean vellinum í Suður Karólínu.

Tumi endaði í 10. sæti í einstaklingskeppninni en hann lék hringina tvo samtals á 2 höggum yfir pari. Upprunalega áttu að fara fram þrír hringir í mótinu en vegna veðurs var það stytt í tvo hringi.

Lið Tuma, Western Carolina, náði sér ekki almennilega á strik og endaði í 14. sæti á 60 höggum yfir pari í heildina. Tumi var bestur í sínu liði.


Skorkort Tuma á öðrum hringnum.

Alls fékk Tumi 28 pör á hringjunum tveimur sem sýnir hve stöðugt golfið hans var í mótinu.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is