Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Tumi Kúld í 15. sæti fyrir lokahringinn á Pinehurst
Tumi Hrafn Kúld.
Þriðjudagur 23. apríl 2019 kl. 09:05

Háskólagolfið: Tumi Kúld í 15. sæti fyrir lokahringinn á Pinehurst

Tumi Hrafn Kúld, GA, og liðsfélagar hans í Western Carolina liðinu eru búnir með tvo hringi á SoCon Men's Golf Championship mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Tumi er á meðal efstu manna fyrir lokahringinn en leikið er á Pinehurst velli nr. 9.

Fyrstu tvo hringina hefur Tumi leikið samtals á 4 höggum yfir pari en hann fór upp um 8 sæti milli hringja þegar hann lék annan hringinn á parinu. Fyrir lokahringinn er Tumi jafn í 15. sæti í einstaklingskeppninni.


Skorkort Tuma á öðrum hringnum.

Lið Tuma, Westwern Carolina, er ekki í jafn góðum málum en liðið er í neðsta sæti á 51 höggi yfir pari. UNCG leiðir á höggi yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu fyrir lokahringinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is