Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hatton á 61 höggi undir pari síðustu 11 hringi á Alfred Dunhill mótinu
Tyrrell Hatton.
Laugardagur 6. október 2018 kl. 20:03

Hatton á 61 höggi undir pari síðustu 11 hringi á Alfred Dunhill mótinu

Tyrrell Hatton fer með eins höggs forystu inn í lokahringinn á Alfred Dunhill Links Championship mótinu sem klárast á morgun, sunnudag.

Hatton hefur átt ótrúlegu gengi að fagna í mótinu undanfarin ár en hann sigraði bæði árið 2016 og 2017.

Tölfræði Hatton síðustu 11 hringi er hreint út sagt mögnuð en hann er á 61 höggi undir pari á þessum kafla eða frá fyrsta hringnum árið 2016.

Í ár er Hatton á 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi, höggi á undan Marcus Fraser sem er annar. Takist honum að vinna mótið verður hann sá fyrsti í sögunni til að vinna það þrjú ár í röð.

Skor Hatton síðustu 11 hringi á Alfred Dunhill Links Championship:

66 högg (-6)
66 högg (-6)
70 högg (-2)
68 högg (-4)
65 högg (-7)
65 högg (-7)
66 högg (-6)
67 högg (-5)
70 högg (-2)
62 högg (-10)
66 högg (-6)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)