Fréttir

Heiðrún Anna tekur forystu í Landsmóti
Sunnudagur 5. febrúar 2023 kl. 17:53

Heiðrún Anna tekur forystu í Landsmóti

Heiðrún Anna Hlynsdóttir hefur tekið forystu í kvennaflokki í Landsmótinu í golfhermum sem leikið er víða um land um þessar mundir. Heiðrún Anna lék Grafarholtsvöllinn á einu höggi yfir pari í Trackman golfhermi. Hún fékk þrjá fugla, á 1.,3.og 12.braut, en skolla á 5. og 18., svo skramba á þá elleftu. Heiðrún er tveimur höggum betri en Karen Lind Stefán og svo er Erla Rún sem áður var í forystu á 76 höggum.

Í karlaflokki er Sigurður Arnar enn í forystu á 8 höggum undir pari. Fjöldi kylfinga er nú að spila í mótinu og víst að hart verður barist um að komast í aðra umferð undankeppninnar. Margfaldur Íslandsmeistari Úlfar Jónsson er á einu höggi undir pari eins og Aron Snær Júlíusson Íslandsmeistari 2021.

Staðan:

Landsmót kvenna hér

Landsmót karla hér