Fréttir

Heimslisti karla: McIlroy þriðji kylfingurinn til að verma efsta sætið í 100 vikur eða meira
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. mars 2020 kl. 16:23

Heimslisti karla: McIlroy þriðji kylfingurinn til að verma efsta sætið í 100 vikur eða meira

Heimslisti karla var uppfærður í dag og hefur Rory McIlroy núna verið samfleytt í efsta sætinu í fimm vikur. Það sem meira er þá hefur McIlroy nú verið í samtals í 100 vikur í efsta sætinu á sínum ferli.

Eftir að hafa endað á meðal fimm efstu sjöunda mótið í röð varð ljóst að McIlroy næði árangrinum sem aðeins tveir kylfingar höfðu afrekað áður.

Það kemur eflaust engum á óvart en Tiger Woods hefur verið lengst í efsta sætinu en á öllum ferlinum hefur Woods verið í efsta sætinu í samtals 683 vikur. Næstur á eftir honum með 331 viku í efsta sætinu er Greg Norman.

McIlroy er rúmlega 0,8 stigum á undan Rahm sem er í öðru sætinu. Það mun reynast kylfingum erfitt að ná McIlroy í efsta sætinu haldi hann áfram að leika eins og undan farnar vikur.

Flestar vikur í efsta sæti heimslistans:

1. Tiger Woods - 683
2. Greg Norman - 331
3. Rory McIlroy - 100
4. Nick Faldo - 97
5. Dustin Johnson - 91