Fréttir

Heimslisti karla: Hatton kominn upp í 5. sæti
Tyrrell Hatton.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 25. janúar 2021 kl. 16:25

Heimslisti karla: Hatton kominn upp í 5. sæti

Englendingurinn Tyrrell Hatton er kominn upp í 5. sæti á heimslista karla í golfi eftir sigurinn á Abu Dhabi HSBC heimsmótinu sem fór fram um helgina á Evrópumótaröð karla.

Fyrir helgi var Hatton í 10. sæti en hann hefur aldrei komist jafn hátt á listanum og nú. Fjórir sigrar á síðustu 14 mánuðum hafa gert það að verkum að Hatton hefur flogið upp listann og er nokkuð ljóst að hann mun spila stórt hlutverk í Ryder bikarnum í haust í liði Evrópu.

Annar sigurvegari helgarinnar, Si Woo Kim, fer einnig upp heimslistann og situr nú í 48. sæti eftir að hafa verið í 96. sæti fyrir helgi. Kim sigraði á PGA mótaröðinni í þriðja skiptið en er þó enn töluvert frá sínum besta árangri á heimslistanum sem er 28. sæti.

Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og hefur nú verið þar í 114 vikur.

Staða 10 efstu kylfinga í heimi:

1. Dustin Johnson, 12,16
2. Jon Rahm, 9,54
3. Justin Thomas, 9,17
4. Collin Morikawa, 7,09
5. Tyrrell Hatton, 7,00
6. Xander Schauffele, 6,99
7. Rory McIlroy, 6,97
8. Bryson DeChambeau, 6,84
9. Webb Simpson, 6,81
10. Patrick Cantlay, 6,64

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum.


Si Woo Kim.