Fréttir

Heimslisti karla: Casey nálgast topp 10
Paul Casey.
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 12:00

Heimslisti karla: Casey nálgast topp 10

Paul Casey fer upp um fjögur sæti milli vikna á nýjum heimslista sem var birtur í morgun. Eftir sigurinn á Valspar meistaramótinu er Casey kominn í 11. sæti listans.

Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú verið þar í fjórar vikur í röð og samtals í 85 vikur. Jon Rahm og Rickie Fowler hafa sætaskipti en Rahm er nú í áttunda sætinu á meðan Fowler situr í því 10.

Scott Hend sem fagnaði sigri á Maybank meistaramótinu sem var hluti af Evrópumótaröðinni fer upp um 119 sæti milli vikna. Fyrir helgina var hann í 253. sæti en situr nú í 134. sæti.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair USA
Icelandair USA