Fréttir

Heimslisti karla: DeChambeau færist upp í 5. sæti
Bryson DeChambeau. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 21. september 2020 kl. 09:26

Heimslisti karla: DeChambeau færist upp í 5. sæti

Sigurvegari helgarinnar, Bryson DeChambeau, færist upp í 5. sæti á heimslista karla sem hefur verið uppfærður eftir næst síðasta risamót ársins, Opna bandaríska mótið, sem fór fram um helgina.

DeChambeau lék á alls oddi í mótinu og fagnaði að lokum sex högga sigri en hann var eini keppandi mótsins sem lék samtals á undir pari í mótinu.

DeChambeau hefur nú sigrað á 7 mótum á PGA mótaröðinni en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti.

Fyrir helgina var DeChambeau í 9. sæti á heimslistanum og nálgast hann nú menn á borð við Rory McIlroy og Justin Thomas sem eru í næstu sætum fyrir ofan hann.

Staða efstu kylfinga heimslista karla þann 21. september 2020:

1. Dustin Johnson, 10,24
2. Jon Rahm, 9,83
3. Justin Thomas, 8,84
4. Rory McIlroy, 7,89
5. Bryson DeChambeau, 7,70
6. Collin Morikawa, 7,63
7. Webb Simpson, 7,16
8. Xander Schauffele, 6,66
9. Brooks Koepka, 5,95
10. Patrick Reed, 5,88