Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Mickelson ekki ofar í rúm tvö ár
Phil Mickelson.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 22:00

Heimslisti karla: Mickelson ekki ofar í rúm tvö ár

Nýr heimslisti karla var birtur í dag eftir að AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu lauk og eru engar breytingar á meðal 10 efstu. Justin Rose er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hann nú setið í efsta sætinu í 10 vikur.

Sigurvegari helgarinnar á PGA mótaröðinni, Phil Mickelson, er kominn í 17. sæti heimslistans og hefur hann ekki verið ofar síðan síðla árs árið 2016 þegar að hann sat í 16. sæti listans.

David Law, sem sigraði á sínu fyrsta Evrópumóti um helgina, er kominn í 209. sæti en var fyrir helgina í 376. sæti. Hann verður því að teljast sem hástökkvari vikunnar en hann stökk upp um heil 167 sæti.

Heimslistann má sjá í heild sinni hér.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)