Fréttir

Heimslisti karla: Morikawa kominn upp fyrir Tiger
Collin Morikawa. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 13. júlí 2020 kl. 21:45

Heimslisti karla: Morikawa kominn upp fyrir Tiger

Heimslisti karla í golfi var uppfærður í dag eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Engin breyting varð á efsta sætinu en þar situr Rory McIlroy sem fastast og hefur nú verið þar í 106 vikur.

Collin Morikawa, sem sigraði á Workday Charity Open á sunnudaginn, færðist upp í 13. sæti á listanum og er nú sæti fyrir ofan Bandaríkjamanninn Tiger Woods.

Morikawa hefur nú þegar sigrað á tveimur mótum á PGA mótaröðinni en hann er einungis 23 ára gamall. Fyrir helgina var hann í 29. sæti en hann byrjaði árið í 65. sæti.

Sigurvegari helgarinnar á Evrópumótaröð karla, Marc Warren, tók ansi stórt stökk á listanum en hann fór úr 1.258. sæti upp í 331. sæti. Warren er þó langt frá sinni bestu stöðu en hann var í 48. sæti á heimslistanum árið 2015.

Staða efstu manna heimslistans þann 13. júlí 2020:

1. Rory McIlroy
2. Jon Rahm
3. Justin Thomas
4. Dustin Johnson
5. Webb Simpson
6. Brooks Koepka
7. Bryson DeChambeau
8. Patrick Reed
9. Adam Scott
10. Patrick Cantlay