Fréttir

Heimslisti karla: Morikawa kominn upp í 5. sæti
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 10. ágúst 2020 kl. 17:59

Heimslisti karla: Morikawa kominn upp í 5. sæti

Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa er kominn upp í 5. sæti heimslista karla í golfi eftir sigurinn um helgina á PGA meistaramótinu.

Morikawa, sem varð 23 ára gamall fyrr á þessu ári, hóf árið 2020 í 65. sæti og hefur hægt og bítandi unnið sig upp listann. Fyrir helgi var hann kominn upp í 12. sæti.

Jon Rahm færist aftur upp í efsta sætið á heimslistanum en hann færðist upp fyrir Justin Thomas eftir að hafa endað í 13. sæti á PGA meistaramótinu.

Staða efstu kylfinga á heimslista karla:

1. Jon Rahm, 8,78
2. Justin Thomas, 8,77
3. Rory McIlroy, 8,16
4. Dustin Johnson, 7,75
5. Collin Morikawa, 7,51
6. Webb Simpson, 6,83
7. Brooks Koepka, 6,48
8. Bryson DeChambeau, 6,29
9. Patrick Reed, 5,97
10. Adam Scott, 5,61

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.