Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Nýr maður á toppinn
Justin Rose.
Mánudagur 8. apríl 2019 kl. 10:00

Heimslisti karla: Nýr maður á toppinn

Nýr heimslisti karla var birtur í nótt og er nýr maður kominn í efsta sætið. Þrátt fyrir að enginn af fimm efstu mönnum listans hafa leikið um helgina þá færist Justin Rose engu að síður upp í efsta sætið og tekur þar sæti Dustin Johnson.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rose er efstur á heimslistanum en hann hefur fjórum sinnum áður verið í efsta sætinu, samtals í 12 vikur.

Sigurvegari helgarinnar á Valero Texas Open mótinu, Corey Connors fer upp um 112 sæti milli vikna. Hann var fyrir helgina í 196. sæti en er nú í 84. sæti.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)