Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Pan á meðal 100 efstu | Ótrúlegur uppgangur Kuchar heldur áfram
C.T. Pan.
Mánudagur 22. apríl 2019 kl. 11:00

Heimslisti karla: Pan á meðal 100 efstu | Ótrúlegur uppgangur Kuchar heldur áfram

Nýr heimslisti karla var birtur í gær og eru engar breytingar á meðal 10 efstu mann. Dustin Johnson er enn í efsta sætinu og hefur hann nú verið í efsta sætinu í samtals 88 vikur á sínum ferli.

C.T. Pan sem fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu fer upp um 58 sæti milli vikna. Þessi fyrrum efsti maður áhugamannaheimslistans er því kominn í 55. sæti heimslistans.

Matt Kuchar sem endaði í öðru sæti á sama móti er kominn upp í 12. sætið. Hann hefur átt frábært ár þar sem hann hefur meðal annars sigrað á tveimur mótum. Fyrir rétt um hálfu ári var Kuchar í 40. sæti listans.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is