Fréttir

Heimslisti karla: Rory færist nær toppnum
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 20:00

Heimslisti karla: Rory færist nær toppnum

Nýr heimslisti karla var birtur í gær og eru þrjár breytingar á efstu 10 kylfingunum. Rory McIlroy fer upp um eitt sæti og situr nú í 3. sæti listans. Á móti fellur Justin Rose niður um eitt sæti og er nú í 4. sæti listans.

Bryson DeChambeau fer upp um tvö sæti, í það áttunda, og falla Patrick Cantlay og Xander Schauffele niður um eitt sæti hvor. Brooks Koepka situr enn í efsta sæti listans og hefur verið þar í fimm vikur samfleytt.

Chez Reavie, sigurvegarinn á PGA móti helgarinnar, fer upp um 22 sæti og situr nú í 26. sæti listans. Ítalinn Andrea Pavan, sem sigraði á BMW International Open mótinu á Evrópumótaröðinni um helgina, fer upp um 50 sæti og er kominn á meðal 100 efstu kylfinganna, í 83. sæti.

Hér má sjá listann í heild sinni.