Fréttir

Heimslisti karla: Sigurvegararnir aldrei verið ofar
Robert MacIntyre.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 18:40

Heimslisti karla: Sigurvegararnir aldrei verið ofar

Sigurvegarar helgarinnar á Evrópumótaröð karla og PGA mótaröðinni hafa aldrei verið ofar á heimslistanum en listinn var uppfærður í morgun. Robert MacIntyre fór upp um 29 sæti á meðan Carlos Ortiz fór upp um heil 95 sæti.

MacIntyre var fyrir helgina í 91. sæti heimslistans en eftir sigurinn á Aphrodite Hills Cyprus Showdown er hann kominn í 62. sæti heimslistans. Í byrjun þessa árs var MacIntyre í 64. sæti listans og var það hans besta staða þar til í dag.

Besta staða Ortiz á heimslistanum fyrir helgina var 107. sæti en hann var þar árið 29. mars árið 2015. Það er því liðin rúmlega fimm ár síðan að hann var ofar en hann er eftir sigurinn á Vivint Houston Open mótinu í gær. Fyrir helgina var hann í 160. sæti listans en er nú kominn í 65. sætið.

Staða 10 efsti manna helst nokkuð óbreytt. Webb Simpson og Xander Schauffele hafa sæta skipti og er Simpson nú í sjöunda sætinu á meðan Schauffele er í því áttunda. Síðan er Tyrrell Hatton kominn upp fyrir Patrick Cantlay og eru þeir því í sætum níu og 10.

Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan en listann í heild sinni má nálgast hérna.


Carlos Ortiz.