Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Woods kominn upp í 13. sæti
Tiger Woods.
Mánudagur 24. september 2018 kl. 10:51

Heimslisti karla: Woods kominn upp í 13. sæti

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods er kominn upp í 13. sæti á nýuppfærðum heimslista eftir mót helgarinnar á PGA mótaröðinni, TOUR Championship.

Woods, sem hóf árið í 656. sæti heimslistans, hefur því farið upp um heil 643 sæti á níu mánuðum.

Woods var ekki sá eini sem fór upp á heimslistanum því Dustin Johnson er aftur kominn upp í efsta sætið eftir stutta ferð í 2. og 3. sætið. Justin Rose er því ekki lengur í efsta sætinu en lítið skilur á milli þeirra tveggja.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)