Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti kvenna: Boutier á meðal 100 bestu
Celine Boutier.
Þriðjudagur 12. febrúar 2019 kl. 12:00

Heimslisti kvenna: Boutier á meðal 100 bestu

Nýr heimslisti kvenna hefur verið birtur eftir mót helgarinnar. Það er sem fyrr Ariya Jutanugarn sem situr í efsta sætinu og hefur hún nú setið í efsta sætinu í samtals 21 viku.

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Celine Boutier fer upp um 33 sæti milli vikna og er nú komin á meðal 100 bestu. Hún er komin í 90. sætið og hefur hún aldrei verið ofar á listanum.

Af íslensku kylfingunum er það Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem er efst en hún er í 327. sæti. Næst er Valdís Þóra Jónsdóttir í 425. sæti og að lokum kemur Guðrún Brá Björgvinsdóttir í 957. sæti.

Listann í heild sinni má nálgast hérna.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640