Fréttir

Heimslisti kvenna: Engin breyting á stöðu 10 efstu
Jin Young Ko heldur efsta sætinu á heimslista kvenna.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 22:19

Heimslisti kvenna: Engin breyting á stöðu 10 efstu

Heimslisti kvenna í golfi hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar um allan heim. Hvorki var leikið á LPGA né LET mótaröðinni og voru því fáar breytingar á stöðu efstu kylfinga heims.

Jin Young Ko er sem fyrr í efsta sætinu og nálgast hún nú ár í því sæti. Það þarf að minnsta kosti mikið að breytast ef svo á ekki að verða því hún er með 8,42 stig samanborið við 5,82 stig hjá Nelly Korda sem er önnur.

Staða 10 efstu kylfinga heims:

1. Jin Young Ko, 8,42
2. Nelly Korda, 5,82
3. Sung Hyun Park, 5,72
4. Danielle Kang, 5,41
5. Nasa Hataoka, 5,34
6. Sei Young Kim, 5,04
7. Brooke M. Henderson, 4,85
8. Minjee Lee, 4,72
9. Lexi Thompson, 4,63
10. Jeong Eun Lee6, 4,54

Engin breyting varð á 10 efstu sætunum en eitt stærsta stökk vikunnar átti Janie Jackson sem sigraði á síðasta móti á Symetra mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Jackson situr nú í 345. sæti og fer upp um 122. sæti á milli vikna.

Af íslensku stelpunum er Valdís Þóra sem fyrr efst en hún situr nú í 599. sæti. Ólafía Þórunn er svo í 869. sæti, tveimur sætum fyrir ofan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna.