Fréttir

Heimslisti kvenna: Green upp um 85 sæti
Hannah Green.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 24. júní 2019 kl. 20:17

Heimslisti kvenna: Green upp um 85 sæti

Það má með sanni segja að Hannah Green hafi komið öllum á óvart þegar hún fagnaði sigri á sínu fyrsta LPGA móti, KPMG PGA meistaramótinu. Mótið er eitt af risamótunum fimm í kvennagolfinu og var leikið á Hazeltine National vellinum.

Fyrir helgina var Green í 114. sæti heimslistan og því ekki efst á blaði þegar kom að því að spá um sigurvegari. Hún aftur á móti vann ekki bara mótið heldur var hún í forystu frá fyrsta degi og út mótið. Eftir sigurinn er Green kominn í 29. sæti heimslistan sem þýðir að hún fór upp um heil 85. sæti.

Jin-Young Ko er enn í efsta sætinu og hefur hún nú verið þar í 12 vikur og er hún því komin í 14. sæti yfir þá kylfinga sem hafa setið þar lengst.


Hérna má sjá listann í heild sinni.