Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti kvenna: Henderson á meðal 10 efstu
Brooke M. Henderson
Mánudagur 27. ágúst 2018 kl. 18:23

Heimslisti kvenna: Henderson á meðal 10 efstu

Brooke M. Henderson, sigurvegari CP Women's Open mótsins á LPGA mótaröðinni. er komin upp í áttunda sæti heimslistans á nýbirtum lista. Hún fer upp um sjö sæti milli vikna en fyrir var hún í 15. sætinu.

Henderson hefur best verið í öðru sæti heimslistans en árið 2016 var hún þar um nokkurra vikna skeið eftir að hafa unnið KPMG PGA meistaramóti kvenna sem er eitt af risamótunum fimm.

Í efsta sætinu er Sung Hyun Park. Hún komst upp í efsta sætið að nýju með því að sigra í síðustu viku. Bilið milli hennar og Ariya Jutanugarn sem er í öðru sæti listans er aðeins 0,11 stig og því góður möguleiki á að staðan breytist eitthvað.

Georgia Hall fellur niður í 10. sætið en hún er efst Evrópukvenna á listanum.