Fréttir

Heimslisti kvenna: Inbee Park komin upp í 11. sæti
Inbee Park.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 23:39

Heimslisti kvenna: Inbee Park komin upp í 11. sæti

Hin suður-kóreska Inbee Park er komin upp í 11. sæti á heimslista kvenna sem var uppfærður á mánudaginn eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims.

Park stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Women's Australian Open sem fór fram á LPGA mótaröðinni. Fyrir helgina var Park í 17. sæti og fer hún því upp um sex sæti að þessu sinni.

Park er þó töluvert frá sínu besta en hún var auðvitað í efsta sæti heimslistans í 106 vikur á árunum 2013-2018.

Jin Young Ko er sem fyrr í efsta sætinu og hefur hún nú verið þar í 42 vikur. Nelly Korda er komin upp í annað sætið, upp fyrir Sung Hyun Park sem fellur niður í þriðja.

Hér má sjá stöðu 10 efstu á heimslista kvenna:

1. Jin Young Ko, 8,53
2. Nelly Korda, 5,87
3. Sung Hyun Park, 5,86
4. Nasa Hataoka, 5,57
5. Danielle Kang, 5,46
6. Sei Young Kim, 5,13
7. Brooke M. Henderson, 4,97
8. Minjee Lee, 4,87
9. Jeong Eun Lee6, 4,73
10. Lexi Thompson, 4,68

Staðan á heimslista kvenna í heild sinni.