Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti kvenna: Litlar breytingar á efstu sætunum
Jin Young Ko.
Þriðjudagur 14. maí 2019 kl. 12:29

Heimslisti kvenna: Litlar breytingar á efstu sætunum

Þar sem ekki var leikið á LPGA mótaröðinni um síðustu helgi varð lítil sem engin breyting á efstu sætum heimslista kvenna í golfi sem var uppfærður á mánudaginn.

Jin-Young Ko er sem fyrr í efsta sæti listans og er hún nú búin að dvelja í efsta sætinu í sex vikur. Minjee Lee er í öðru sæti en hún er með 6,72 stig samanborið við 7,50 stig hjá Jin-Young Ko.

Í þriðja sæti er Sung Hyun Park og í fjórða sæti er Ariya Jutanugarn.

Af íslensku kylfingunum er það helst að frétta að allir þrír íslensku kylfingarnir á listanum fóru niður um sæti milli vikna. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sem fyrr efst í 434. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir önnur í 445. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir rekur lestina í 1028. sæti.

Hér er hægt að sjá heimslistann í heild sinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)