Fréttir

Heimslisti kvenna: Park situr sem fastast á toppnum
Sung Hyun Park.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 18:20

Heimslisti kvenna: Park situr sem fastast á toppnum

Heimslisti kvenna hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og eru nokkrar breytingar á efstu konum. Jeongeun Lee6 og Nasa Hataoka fara upp um tvö sæti og er nú í fimmt og sjötta sæti listans. Við það fara þær Inbee Park og Ariya Jutanugarn niður.

Sung Hyun Park er enn í efsta sætinu og er forysta hennar rúmlega eitt stig á Jin-Young Ko. Park hefur nú verið samtals í 19 vikur í efsta sætinu á sínum ferli og er því kominn í 10 sæti yfir kylfinga sem setið hafa lengst í efsta sætinu. Efst á þeim lista er Lorena Ochoa en hún sat á sínum tíma í 158 vikur í efsta sætinu.

Heimslistann í heild sinni má nálgast hérna en stöðu 10 efstu kvenna má sjá hér að neðan.