Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Helga, Ragnhildur og Særós allar með í háskólagolfinu um helgina
Helga Kristín Einarsdóttir.
Þriðjudagur 9. október 2018 kl. 10:46

Helga, Ragnhildur og Særós allar með í háskólagolfinu um helgina

Helga Kristín Einarsdóttir, GK, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, og Særós Eva Óskarsdóttir, GR, voru allar í eldlínunni í bandaríska háskólagolfinu um helgina.

Helga Kristín, sem leikur fyrir Albany skólann, og Særós, sem leikur fyrir Boston University, léku báðar í Yale Women's Fall Intercollegiate mótinu sem fór fram dagana 5.-6. október. Helga Kristín endaði í 29. sæti í einstaklingskeppninni á 17 höggum yfir pari. Særós Eva endaði í 68. sæti á 37 höggum yfir pari.

Ragnhildur, sem leikur fyrir Eastern Kentucky skólann, tók þátt í Betty Lou Evans Invitational dagana 5.-7. október. Ragnhildur lék hringina þrjá á 80, 76 og 73 höggum og endaði í 47. sæti.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)