Fréttir

Henderson fór vel af stað í titilvörninni
Brooke M. Henderson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 20:09

Henderson fór vel af stað í titilvörninni

Brooke M. Henderson lék fyrsta hringinn á CP Women's Open mótinu á 6 höggum undir pari og er þessa stundina í forystu í mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi og fer fram í Kanada.

Heimakonan lék stöðugt golf líkt og svo oft áður, fékk sjö fugla og einn skolla og kom inn á 66 höggum.

Henderson sigraði á mótinu í fyrra þegar hún lék hringina fjóra á 21 höggi undir pari en þá byrjaði hún einmitt mótið á 66 höggum.

Amy Olson er í öðru sæti þegar fréttin er skrifuð á 5 höggum undir pari eftir 12 holur. Átta kylfingar deila þriðja sætinu á 4 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.