Fréttir

Henderson komin með 8 sigra á LPGA mótaröðinni
Henderson fagnar hér einum af sínum 8 sigrum á LPGA mótaröðinni.
Sunnudagur 21. apríl 2019 kl. 18:24

Henderson komin með 8 sigra á LPGA mótaröðinni

Hin kanadíska Brooke M. Henderson fagnaði í nótt sigri á Lotte Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi.

Henderson varð að lokum 4 höggum á undan Ji Eun-hee og náði um leið að verja titil sinn frá því fyrir ári síðan.

Þrátt fyrir ungan aldur er Henderson orðin ein af sigursælustu kylfingum mótaraðarinnar en hún er nú komin með 8 sigra á mótaröðinni.

Fyrsti sigur Henderson kom árið 2015 þegar hún var einungis 17 ára gömul og varð þar með þriðji yngsti sigurvegari mótaraðarinnar frá upphafi. Síðan þá hefur hún bætt við sig sjö sigrum og þar á meðal sigri á risamóti árið 2016.

Með sigri sínum á Lotte Championship varð Henderson sigursælasti kanadíski kylfingur frá upphafi á PGA mótaröðunum, karla og kvenna. Áður höfðu Sandra Post, Mike Weir og George Knudson sigrað á 7 mótum.

Sigrar Brooke M. Henderson á LPGA mótaröðinni:

2015: Cambia Portland Classic
2016: KPMG Women's PGA Championship
2016: Cambia Portland Classic
2017: Meijer LPGA Classic
2017: McKayson New Zealand Women's Open
2018: Lotte Championship
2018: CP Women's Open
2019: Lotte Championship

Ísak Jasonarson
[email protected]