Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Hlynur og Hulda klúbbmeistarar GKG 2020
Hlynur Bergsson og Hulda Clara Gestsdóttir. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 12. júlí 2020 kl. 15:08

Hlynur og Hulda klúbbmeistarar GKG 2020

Fjölmennasta meistaramóti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar frá upphafi lauk á laugardaginn. Alls kepptu 404 kylfingar í 22 flokkum samkvæmt heimasíðu klúbbsins og var veðrið gott alla sjö keppnisdagana.

Mikil spenna var í meistaraflokki karla fyrir lokahringinn en Hlynur Bergsson fagnaði að lokum sigri á 9 höggum undir pari. Ólafur Björn Loftsson endaði í öðru sæti á 6 höggum undir pari og Aron Snær Júlíusson varð þriðji á 5 höggum undir pari.


Skorkort Hlyns.

Í meistaraflokki kvenna var samkeppnin harðari um annað sætið fyrir lokahringinn en þar fagnaði Hulda Clara Gestsdóttir nokkuð öruggum sigri. Hulda Clara lék hringina fjóra á 16 höggum yfir pari og varð að lokum sex höggum á undan Ingunni Gunnarsdóttur sem lék lokahringinn á höggi yfir pari. Ingunn Einarsdóttir endaði svo í þriðja sæti á 29 höggum yfir pari.


Skorkort Huldu Clöru.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Lokastaða í meistaraflokki karla:

1. Hlynur Bergsson, -9
2. Ólafur Björn Loftsson, -6
3. Aron Snær Júlíusson, -5
4. Ragnar Már Garðarsson, -4
4. Bjarki Pétursson, -4

Lokastaða í meistaraflokki kvenna:

1. Hulda Clara Gestsdóttir, +16
2. Ingunn Gunnarsdóttir, +22
3. Ingunn Einarsdóttir, +29
4. Árný Eik Dagsdóttir, +30
5. María Björk Pálsdóttir, +32