Fréttir

Hlynur úr leik eftir hetjulega baráttu
Hlynur Bergsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 17. júní 2021 kl. 20:35

Hlynur úr leik eftir hetjulega baráttu

Hlynur Bergsson lék í dag í 32 manna úrslitum breska áhugamannamótsins þar sem hann mætti heimamanninum Calum Scott. Leikurinn fór alla leið á 19. holu en svo fór að lokum að Scott hafði betur.

Töluvert af áhorfendum fylgdu leiknum en heimavöllur Calum er The Nairn völlurinn sem leikið er á. Í upphafi leiks virtist allt stefna í öruggan sigur Calum en Hlynur var kominn fimm holur niður eftir átta holur og eftir 11 holur var hann enn fjórar holur niður. Hlynur sýndi aftur á móti mikinn karakter og vann þann mun til baka, þar á meðal með að vinna þrjár af síðustu fjórum holunum. Staðan var því jöfn eftir 18 holur.

Í bráðabananum geigaði púttið hjá Hlyni til að jafna við Calum og því ljóst að þátttöku Hlyns í þessu sögufræga móti er lokið.

Hérna má sjá úrslit allra leikja.