Fréttir

Homa sigraði í Kaliforníu
Homa líður greinilega vel á heimaslóðum í Kaliforníu. Þetta var hans annar sigur á skömmum tíma í fylkinu.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 20. september 2021 kl. 09:15

Homa sigraði í Kaliforníu

Max Homa sigraði á Fortinet Championship sem lauk í Kaliforníu í nótt. Homa lék samtals á 19 höggum undir pari og endaði höggi á undan Maverick McNealy. Þetta var þriðji sigur Homa á PGA mótaröðinni á ferlinum.

Homa var frábær á lokahringnum sem hann lék á 65 höggum. McNealy fylgdi honum fast á eftir en tvöfaldur skolli á 17. braut gerði vonir hans að engu jafnvel þótt hann hafi náð erni á síðustu braut dagsins.

Phil Mickelson sem var í toppbaráttunni fyrir lokahringinn náði sér engan veginn á strik og lék á þremur höggum yfir pari. Við það féll hann niður í 36. sæti.

Lokastaðan í mótinu