Fréttir

Hovland bætti metið
Victor Hovland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 09:24

Hovland bætti metið

Norðmaðurinn Viktor Hovland skráði nafn sitt í sögubækurnar á PGA mótaröðinni í nótt þegar hann lék 18. hringinn í röð á mótaröðinni undir 70 höggum.

Hovland lék fyrsta hringinn á CJ Cup mótinu á 69 höggum og er jafn í 15. sæti.

Með hringnum bætti hann met sem Bob Estes setti á sínum tíma þegar hann lék 17 hringi í röð á undir 70 höggum.

Hovland hefur verið sérstaklega góður á sunnudögum frá því að hann fór að spila á PGA mótaröðinni en í síðustu fimm mótum hefur hann leikið á 64, 65, 64, 65 og 64 höggum. Nú er bara spurning hvort hann haldi uppteknum hætti í móti helgarinnar.

Síðustu 18 hringir hjá Hovland á PGA mótaröðinni:

CJ Cup: 69 högg
Military Tribute at the Greenbrier: 68, 68, 68 og 64 högg
Wyndham Championship: 66, 66, 64 og 65 högg
John Deere Classic: 69, 69, 68 og 64 högg
3M Open: 69, 66, 69 og 65 högg
Rocket Mortgage Classic: 64 högg á lokahring mótsins.

View this post on Instagram

@viktor_hovland makes history 😳👏

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on