Fréttir

Hovland náði 19 hringjum í röð
Viktor Hovland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 19. október 2019 kl. 11:00

Hovland náði 19 hringjum í röð

Líkt og Kylfingur greindi frá í vikunni setti Norðmaðurinn Viktor Hovland nýtt met í vikunni þegar hann lék 18. hringinn í röð á undir 70 höggum.

Degi seinna lék hann 19. hringinn í röð og bætti metið enn frekar en í nótt lék hann á 74 höggum og þarf því að sætta sig við „einungis“ 19 hringi í röð.

Mest hafði kylfingur leikið 17 hringi í röð á undir 70 höggum áður en Hovland setti nýja metið um helgina. Það var Bob Estes sem afrekaði það en hann sigraði meðal annars á fjórum mótum á PGA mótaröðinni á sínum ferli.

Hovland er nú jafn í 33. sæti á CJ Cup fyrir lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Lokahringurinn fer fram aðfaranótt sunnudags.

Methringir Viktor Hovland:

CJ Cup: 69 og 69 högg
Military Tribute at the Greenbrier: 68, 68, 68 og 64 högg
Wyndham Championship: 66, 66, 64 og 65 högg
John Deere Classic: 69, 69, 68 og 64 högg
3M Open: 69, 66, 69 og 65 högg
Rocket Mortgage Classic: 64 högg á lokahring mótsins.