Fréttir

Hovland varð efstur af áhugakylfingunum
Viktor Hovland.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 07:00

Hovland varð efstur af áhugakylfingunum

Það ætti ekki að hafa farið framhjá mörgum að Tiger Woods sigraði á Masters mótinu sem lauk í gær á Augusta National vellinum í Georgíu fylki.

Woods lék hringina fjóra á 13 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan þremur kylfingum.

Keppnin um efsta sæti áhugamanna var ekki síður spennandi en fjórir kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga og áttu því möguleika á verðlaununum.

Svo fór að lokum að Norðmaðurinn ungir, Viktor Hovland, lék best þegar hann kom inn á höggi undir pari á lokahringnum og 3 höggum undir pari í heildina.

Hovland varð höggi á undan Alvaro Ortiz frá Mexíkó. Devon Bling og Takumi Kanaya komust einnig í gegnum niðurskurðinn en enduðu á 3 og 5 höggum yfir pari.

Skor áhugakylfinganna:

32. sæti: Viktor Hovland, -3
36. sæti: Alvaro Ortiz, -2
55. sæti: Devon Bling, +3
58. sæti: Takumi Kanaya, +5
Komst ekki áfram: Kevin O'Connell, +4
Komst ekki áfram: Jovan Rebula, +8

Ísak Jasonarson
[email protected]