Fréttir

Hugsa að ég muni aldrei jafna mig 100%
Brooks Koepka.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2020 kl. 16:52

Hugsa að ég muni aldrei jafna mig 100%

Brooks Koepka komst í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á Genesis Invitational mótinu sem haldið er á PGA mótaröðinni um þessar mundir.

Koepka hefur verið að koma sér hægt og bítandi í gang eftir meiðsli í haust en hann er þó ekki enn búinn að jafna sig almennilega.

„Ég er ekki nálægt því að hafa jafnað mig 100%,“ sagði Koepka eftir annan hringinn. „Ég veit ekki hvort ég verði nokkurn tímann 100%. Þetta er bara einn af þeim hlutum sem maður reynir að bæta á hverjum degi.

Ef ég á að vera hreinskilinn var mánudagurinn sá versti frá því að ég meiddist. Maður á sína góðu og slæmu daga og verður einfaldlega að fylgjast vel með.

Ég finn engu að síður fyrir stöðugleika. Mér líður ekki eins og að hnéið sé að færast til þegar ég labba. Ég er einfaldlega að styrkja mig, en það er enn sársauki til staðar.“

Koepka er á parinu fyrir þriðja hringinn og fer fljótlega af stað. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.