Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Hulda Clara og Ragnhildur úr leik á Ítalíu
Íslensku stelpurnar komust ekki í gegnum niðurskurð fyrir lokahringinn
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 23. júlí 2021 kl. 17:44

Hulda Clara og Ragnhildur úr leik á Ítalíu

Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir luku í dag keppni á Evrópumóti áhugakvenna á Ítalíu.

Hulda Clara lék þriðja hringinn á 76 höggum og Ragnhildur á 78.

Samtals var Hulda Clara á 16 höggum yfir pari og endaði í 119. sæti. Ragnhildur var samtals á 18 höggum yfir pari og endar í 126. sæti.

Niðurskurðurinn fyrir lokahringinn miðast við þá sem léku á 5 höggum yfir pari eða betur.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21