Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hull sigraði á Fatima Bint Mubarak Ladies Open
Charley Hull.
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 17:26

Hull sigraði á Fatima Bint Mubarak Ladies Open

Englendingurinn Charley Hull sigraði í dag á Fatima Bint Mubarak Ladies Open mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð kvenna.

Hull leiddi alla þrjá dagana en hún lék á 67, 72 og 69 höggum eða 8 höggum undir pari.

Hull, sem var nýliði ársins árið 2013 og stigameistari árið 2014, hefur undanfarin ár einbeitt sér að LPGA mótaröðinni. Í ár ætlar hún þó að leika meira á Evrópumótaröðinni og tryggja sér sæti í Solheim liði Evrópu.

Marianne Skarpnord frá Noregi endaði í öðru sæti á 7 höggum undir pari, einungis höggi á eftir Hull. Fimm kylfingar deildu þriðja sætinu á 3 höggum undir pari.

Sigurvegari síðasta árs, Aditi Ashok, endaði í 8. sæti á 2 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sjá einnig:

Valdís Þóra endaði í 49. sæti í Abu Dhabi

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)