Fréttir

Hvað er að gerast í bakgarðinum hjá Woods?
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 16. apríl 2021 kl. 21:16

Hvað er að gerast í bakgarðinum hjá Woods?

Á meðan Tiger Woods jafnar sig á meiðslum sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar eru miklar breytingar í gangi í bakgarði Bandaríkjamannsins ef marka má myndir á samfélagsmiðlum.

Loftmynd af bakgarði Woods virðist sýna stóran hluta hans í framkvæmdum. Ekki er vitað hvaða breytingar Woods hefur í huga en mynd sem Dakota Atkinson setti á Twitter síðu sína má sjá hér fyrir neðan.

Bakgarður Woods er langt frá því að vera hefðbundinn en þar hefur hann verið með æfingasvæði þar sem hægt er að slá allt að 150 metra löng golfhögg á fjórar flatir.

Ekki er vitað hvenær eða hvort Woods muni snúa aftur í keppnisgolfið en þessi fimmtánfaldi risameistari snéri aftur til heimilis síns í mars eftir fjölda læknisaðgerða og sjúkrahúsvistar í kjölfar bílsslyss í febrúar.