Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hvað gerðu McIlroy, Johnson, Spieth og fleiri á fyrsta hring PGA meistaramótsins?
Jordan Spieth.
Föstudagur 17. maí 2019 kl. 09:34

Hvað gerðu McIlroy, Johnson, Spieth og fleiri á fyrsta hring PGA meistaramótsins?

Fyrsti hringur PGA meistaramótsins fór fram í gær á hinum erfiða Bethpage Black velli í Bandaríkjunum. Líkt og áður hefur komið fram er Brooks Koepka í forystu en hér fyrir neðan er samantekt af stöðu nokkurra af bestu kylfingum heims.

Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, fór rólega en örugglega af stað í mótinu og er á höggi undir pari eftir fyrsta hringinn. Johnson fékk tvo fugla og einn skolla á hringnum og er jafn í 9. sæti í mótinu.

Þrefaldi risameistarinn Jordan Spieth er jafn Johnson í 9. sæti á höggi undir pari. Spieth, sem getur klárað ferilslemmuna með sigri í mótinu, fékk fjóra fugla á hringnum en tvöfaldur skolli og skolli á 10. og 12. holu héldu honum á höggi undir pari.

Meðal kylfinga sem eru jafnir Johnson og Spieth í 9. sæti eru þeir Rickie Fowler, Phil Mickelson og Jason Day.

Fyrrum efsti kylfingur heims, Justin Rose, er einnig í toppbaráttunni á parinu. Alls eru 24 kylfingar á parinu eftir fyrsta hringinn.

Rory McIlroy, sem hefur tvisvar sigrað á þessu móti, er á 2 höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn. McIlroy fékk alls þrjá skolla og einn fugl á hringnum en fuglinn kom á 18. holu. McIlroy hitti 15 flatir í tilætluðum höggafjölda en var ekki að pútta nógu vel eins og svo oft áður.

Skor frægustu kylfinga PGA meistaramótsins:

1. Brooks Koepka, -7
3. Tommy Fleetwood, -3
9. Rickie Fowler, -1
9. Dustin Johnson, -1
9. Jordan Spieth, -1
9. Jason Day, -1
9. Phil Mickeson, -1

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)