Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hvað var í pokanum hjá Xander Schauffele
Xander Schauffele
Þriðjudagur 8. janúar 2019 kl. 08:00

Hvað var í pokanum hjá Xander Schauffele

Xander Schauffele vann um helgina sitt fjórða mót á ferlinum á PGA mótaröðinni þegar að hann bar sigur úr býtum á Sentry Tournament of Champions mótinu. 

Það má með sanni segja að hann hafi gert það með stæl en hann lék lokahringinn á 11 höggum undir pari og náði þannig að vinna upp fimm högga forskot Gary Woodland.

Þar sem spilamennska hans var hreint út sagt mögnuð á lokadegi mótsins er gaman að skoða hvaða kylfur hann er með í pokanum. Schauffele er styrktur af Callaway og sést það vel ef pokinn er skoðaður.

Driver: Callaway Epic Flash Sub Zero (9 gráður), með Graphite Design BB 7X skafti
Brautartré: Callaway Rogue Sub Zero (15, 18 gráður), með Graphite Design Tour AD-DI 8X skafti
Járn: Callaway Apex Pro 19 (4-PW), með True Temper Dynamic Gold X100 sköft
Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 4 (52 gráður), Titleist Vokey Design SM6 (56, 60 gráður), með True Temper Dynamic Gold X100 sköft
Pútter: Odyssey O-Works Red #7 CH
Bolti: Callaway Chrome Soft X

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)