Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Hvaleyrarvöllur besti völlur landsins
Frá Hvaleyrarvelli í sumar. Mynd: isak@vf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 6. nóvember 2019 kl. 11:00

Hvaleyrarvöllur besti völlur landsins

Á dögunum voru World Golf Awards verðlaunin veitt við hátíðlega athöfn í Abu Dhabi. Um er að ræða verðlaun sem samtökin veita fyrir hina ýmsu þætti í golfheiminum.

Meðal þeirra sem hlutu verðlaun á hátíðinni var Colin Montgomerie en hann var nefndur Golfvallarhönnuður ársins. Þá hlaut hann einnig sérstaka viðurkenningu fyrir ævistarf sitt og framlag til golfsins.

Á athöfninni var Hvaleyrarvöllur valinn besti golfvöllur Íslands, Hótel Örk besta golfhótelið og Úrval Útsýn besta golfferðaskrifstofan. Þetta er annað skiptið í röð sem Hótel Örk hlýtur þessi verðlaun en í fyrra var Hólmsvöllur valinn besti golfvöllurinn og VITA Golf besta ferðaskrifstofan.

Eftirfarandi vellir fengu tilnefningar á World Golf Awards:

Hvaleyrarvöllur (sigurvegari)
Jaðarsvöllur
Urriðavöllur
Garðavöllur
Grafarholtsvöllur
Hólmsvöllur
Vestmannaeyjavöllur

Eftirfarandi golfhótel fengu tilnefningar á World Golf Awards:

Hótel Örk (sigurvegari)
Grand Hótel Reykjavík
Hótel Reykjavík Centrum
Radisson Blu 1919 Hotel

Eftirfarandi golfferðaskrifstofur fengu tilnefningar á World Golf Awards:

Úrval Útsýn (sigurvegari)
GB Ferðir
Golfskálinn
Iceland Pro Travel
VITA Golf