Fréttir

Hver er meðalhögglengd hins almenna kylfings?
Bryson DeChambeau.
Þriðjudagur 13. október 2020 kl. 17:59

Hver er meðalhögglengd hins almenna kylfings?

Bryson DeChambeau og Rory McIlroy eiga ekki í miklum vandræðum með að slá boltann yfir 320 metra og eru sífellt fleiri atvinnukylfingar sem geta gert það. Það er aftur á móti aðra sögu að segja af hinum almenna kylfingi samkvæmt skýrslu sem bandaríska golfsambandið birti nýverið.

Tölfræðingurinn Lou Stagner sem er þekktur fyrir Decade Sports tölfræðiforritið hefur farið yfir skýrsluna og fundið það út að meðalhögglengd allra karlkylfinga er 217 jardar, sem er rétt rúmlega 198 metrar.

Eins og sést í töflunni hér að neðan þá er meðalhögglengd mjög mismunandi eftir forgjöf. Til að mynda eru þeir kylfingar sem eru með 21 eða hærra í forgjöf að slá að meðaltali 190 jarda á meðan þeir kylfingar sem eru með sex eða lægra slá 245 jarda. Samkvæmt tölum sem birtust fyrir þremur árum þá hefur meðalhögglengd karlkylfinga aukist um níu jarda.

Miðað við gögn þá er meðalhögglengd kvenna 146 jardar, sem er 133 metrar. Þær konur sem eru með sex í forgjöf eða lægra slá að meðaltali 195 jarda.