Fréttir

Hversu mikið borðar DeChambeau á einum degi?
Bryson DeChambeau.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 1. júlí 2020 kl. 21:43

Hversu mikið borðar DeChambeau á einum degi?

Bryson DeChambeau nýtti pásuna vegna Covid-19 vel og mætti til leiks töluvert sterkari en áður. Frá því að mótaröðin fór aftur af stað hefur DeChambeau endað í topp-10 í öllum þremur mótunum og hefur högglengd hans vakið mikla athygli.

DeChambeau var spurður út í mataræði sitt í vikunni og kom það væntanlega fáum á óvart að hann borðar mjög mikið á hverjum degi.

„Á morgnana fæ ég mér venjulega fjögur egg, fimm sneiðar af beikoni, ristað brauð og tvo próteindrykki. Svo fæ ég CoMacro stykki hér og þar yfir daginn og samloku með hnetusmjöri og sultu.

Ég fæ mér svo annan próteindrykk, fæ mér að minnsta kosti tvo próteindrykki á golfvellinum. Eftir hringinn þegar ég æfi mig fæ ég mér snarl.

Fer svo aftur upp á hótel, borða kvölmat. Steik, kartöflur og fæ mér svo tvo próteindrykki með því.“

Allt í allt hélt DeChambeau að hann væri að innbyrða að meðaltali 3.000-3.500 kaloríur á dag.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið athyglisverða við DeChambeau:

View this post on Instagram

The “Bryson Diet”. 😋

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on