Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Í 13. sæti heimslistans og fær ekki að leika á Masters mótinu
Daniel Berger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 1. september 2020 kl. 21:44

Í 13. sæti heimslistans og fær ekki að leika á Masters mótinu

Þrátt fyrir að vera í 13. sæti heimslistans þá fær Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger ekki að leika á Masters mótinu sem fram fer í nóvember.

Berger hefur leikið gríðarlega vel eftir að PGA mótaröðin fór af stað að nýju eftir hlé var gert vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu 10 mótum sem hann hefur leikið í hefur hann sjö sinnum endaði á meðal 10 efstu og þar af fagnaði sigri í einu móti. Fyrir vikið er Berger kominn í 13. sæti heimslistans og hefur hann aldrei verið ofar. Það breytir því miður engu fyrir Berger því hann mun ekki fá þátttökurétt á Masters mótinu.

Mótið átti upphaflega að fara fram í apríl en var frestað vegna ástandsins um allan heim. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að þátttakandalistinn sem var klár fyrir mótið í apríl héldi sér fyrir mótið í nóvember. Þess vegna mun mótið samanstanda af þeim 96 kylfingum sem höfðu tryggt sér þátttökurétt fyrr á árinu og er Berger ekki einn af þeim.

Áður en mótaröðin fór af stað að nýju var Berger í 106. sæti heimslistans og hafði hann því ekki tryggt sér þátttökurétt.

„Ég veit ekki hvort ég eigi skilið að fá sæti í mótinu en mér finnst ég aftur á móti vera að spila nógu vel til að vera með í mótinu,“ lét Berger hafa eftir sér.