Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Iceland Open haldið árlega í Danmörku
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 16:35

Iceland Open haldið árlega í Danmörku

Metþátttaka í ár. Kylfingar koma líka frá Íslandi í mótið

„Þetta byrjaði allt fyrir 12 árum, við vorum nokkrir sem vorum að spila saman á Árósarsvæðinu. Okkur datt í hug að bjóða upp á golfmót fyrir alla Íslendinga sem spila í Danmörku og síðan hefur þetta stækkað á hverju ári,“ segir Óli Barðdal en hann er í forsvari fyrir þessu móti.

„Fyrst vorum við rétt að ná tuttugu kylfingum, en með árunum hefur mótið stækkað og stækkað. Í ár stefnir enn og aftur í metþátttöku. Það eru fleiri og fleiri sem eru að gera sér golfferð úr þessu. Við erum t.d. með sextán spilara sem eru að koma frá Íslandi til að spila með í mótinu.
Í ár verður mótið haldið í Árósum eða Aarhus Aadal Golf Club, sem liggur rétt fyrir utan bæinn (www.aadalgolf.dk). Það er A og B flokkur, næst holu á öllum par 3 brautunum, næstur holu í tveimur á einni braut, svo er alltaf liðakeppni og endum svo með puttkeppni eftir mótið. Svo er borðað og „hygge“ eins og þeir segja hérna úti eftir mótið,“ sagði Óli í stuttu spjalli við kylfing.is en upplýsingar og skráning er á Facebook undir heitinu „Iceland open“.


 

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)