Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ilonen búinn að leggja kylfurnar á hilluna
Mikko Ilonen.
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 19:35

Ilonen búinn að leggja kylfurnar á hilluna

Fimmfaldi sigurvegari Evrópumótaraðarinnar, Mikko Ilonen, tilkynnti í vikunni að hann væri hættur í keppnisgolfi.

Ilonen, sem er einn sigursælasti finnski karlkylfingur frá upphafi, er orðinn 39 ára gamall og var dottinn niður í 391. sæti heimslistans þegar hann ákvað að kalla þetta gott.

„Síðustu mánuði hef ég verið að velta því fyrir mér hvort hinn kappsfulli Mikko væri enn til staðar,“ sagði Ilonen á Instagram síðu sinni. „Eftir að hafa horft á þetta frá öllum mögulegum sjónarhornum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hætta keppnisgolfi. Ég er sannfærður um að það sé rétt ákvörðun.“

Ilonen sigraði á fimm mótum á Evrópumótaröð karla og var á sínum tíma fyrstur Finna til að vinna á mótaröðinni. Þá endaði hann í 9. sæti á Opna mótinu árið 2001 og náði sínum besta árangri á risamóti árið 2014 þegar hann endaði í 7. sæti á PGA meistaramótinu.

Sigrar Ilonen á Evrópumótaröð karla:

2007: Enjoy Jakarta Astro Indonesia Open
2007: Scandinavian Masters
2013: Nordea Masters
2014: Irish Open
2014: Volvo World Match Play Championship

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Last couple of months I’ve been debating with myself if that competitive Mikko still exists. After looking at it from all the possible angles, I’ve come to a conclusion to end my playing career. Im confident that it is the right decision. And the time is right. I wanna pursue some of my other dreams and goals in life. Im extremely grateful to my family, friends, partners, coaches, managers and the fans for their support. There’s many ups and downs I’ve shared with many wonderful people around me through out my career. Above is one of the best memories of em all when winning 1st time in Europe, Scandanavian Masters 2007 @europeantour. Credits: @gettyimages Thank you all🙏🏼

A post shared by Mikko Ilonen (@ilonenmikko) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)